Fara á efnissvæði
Frétt

Frí rafræn námskeið hjá Akademías

Fíh hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsfólk.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsfólki sínu aðgang að tugum rafrænna námskeiða, þeim að kostnaðarlausu, hjá Akademías. Um eru að ræða fjölbreytt námskeið um allt frá heilsu til fjármála.

Akademías er vettvangur til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti. Með þessu framtaki vill Fíh koma til móts við þarfir félagsfólks um fræðslu á eigin forsendum á þeim tíma sem þeim hentar.

Smelltu hér til að skoða lista yfir námskeiðin.

Námskeiðin má nálgast í gegnum Orlofsvefinn, undir gjafabréf og kort og Akademías.

Með því að skrá þig inn á Orlofsvefinn með rafrænum skilríkjum getur þú látið senda til þín kóða sem gerir þér kleift að skrá þig að kostnaðarlausu hjá Akademías. Þá færðu tölvupóst um staðfestingu netfangs og vali á lykilorði, gott er að vista lykilorðið í tölvuna. Nánari leiðbeiningar má finna á Orlofsvefnum.

Með skráningu skuldbindur þú þig til að taka a.m.k. eitt námskeið við afhendingu kóða. Kóðinn fellur úr gildi ef hann er ónotaður í þrjá mánuði eftir að hann var sóttur. Kóðar í notkun gilda til 10. febrúar 2025.