Fara á efnissvæði
Frétt

Förum saman í golfferð!

Stjórn orlofssjóðs Fíh hefur sett saman og fengið tilboð í golfferð fyrir hjúkrunarfræðinga til Islantilla á Spáni 28. apríl til 8. maí 2026. Skráning í ferðina er opin til 1. desember 2025. Staðfestingagjald 40.000,- Athugað að sætaframboð er takmarkað - fyrstur kemur fyrstur fær.

Islantilla er einn vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga í yfir 30 ár. Þar er 27 holu völlur (3 x 9 holur) ásamt góðu æfingasvæði, vipp og púttflötum. Góða aðstaða bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hægt er að bóka sex daga golfskóla þar sem kennt er á morgnanna.

Farið verður með Ferðaskrifstofunni Vita, flogið með Icelandair til Faro í Portúgal og keyrt yfir landamærin til Spánar (um klst.). Íslensk fararstjórn verður í ferðinni. Innifalið er flug, innrituð taska (23 kg), innritað golfsett (15 kg), akstur milli flugvallar og hótels, morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð með drykkjum og ótakmarkað golf með golfbíl (þegar rástímar eru lausir).

Islantilla Golf Hotel.

Verð (án golfskóla, golfskóli kostar 45.000 kr aukalega)

Tvíbýli m/tveim aðskildum rúmum: 359.600 kr. á mann

Tvíbýli í King Deluxe herbergi m/tvíbreiðu rúmi: 388.580 kr. á mann

Einbýli: 395.000 kr.

Tvíbýli m/tveim aðskildum rúmum.
King Deluxe herbergi.

Hægt er að nota gjafabréf og vildarpunkta Icelandair upp í ferðina.

Greiða þarf 40.000,- staðfestingargjald við bókun

Til að bóka þarf að skrá sig fyrst í skjal á hlekknum hér fyrir neðan (þeir sem ætla að vera saman í herbergi þurfa að skrá sig saman) og síðan greiða staðfestingargjald í slóð sem þið fáið í netpósti frá ferðaskrifstofunni.