Fara á efnissvæði
Frétt

Greitt úr styrktarsjóði 27. október

Greitt verður úr styrktarsjóði mánudaginn 27. október. Skerðing verður á þjónustu Fíh föstudaginn 24. október.

Styrktarsjóður veitir félagsfólki fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum, styður og eflir félagsfólk vegna endurhæfingar eftir slys eða veikindi auk þess að efla forvarnir sem varða heilsufar og heilbrigði.

Undir styrktarsjóð falla heilsustyrkur, fæðingarstyrkur, sjúkradagpeningar og útfararstyrkur. Verða þessir styrkir næst greiddir út mánudaginn 27. október.

Skrifstofa Fíh verður opin föstudaginn 24. október en með skertri þjónustu vegna Kvennaverkfallsins.