Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir heiti ég, 39 ára sjálfstæð móðir þriggja drengja og hjúkrunarfræðingur á Lyflækningadeild SAk.
Ég er uppalinn Eyfirðingur en bý á Akureyri ásamt strákunum mínum þrem og labradortíkinni Bellu. Helstu áhugamál mín eru ræktin, bækur, þá aðallega hljóðbækur þessa dagana vegna tímaskorts, ferðalög og að eyða tíma með strákunum mínum og vinum og vandamönnum.
Ég lauk Bsc. í hjúkrunarfræði frá háskólanum á Akureyri vorið 2014 og hef starfað á SAk frá útskrift og lengst af á Lyflækningadeildinni þar sem ég er einnig klínískur kennari í hjúkrun.
Ég brenn fyrir kjaramálum hjúkrunarfræðinga og því að standa vörð um fagið og gæði hjúkrunarnáms á Íslandi.
Ég hef setið í stjórn Fíh síðustu 2 ár og hefur það verið bæði áhugavert og lærdómsríkt starf með frábæru fólki og hef ég því ákveðið að gefa kost á mér aftur í stjórn.