Fara á efnissvæði
Frétt

Helstu fyrirlesarar ráðstefnu ICN kynntir

Ráðstefna Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN), fer fram í Montreal í Kanada dagana 1. - 5. júlí 2023

Linda Silas, formaður Félags kanadískra hjúkrunarfræðinga, Patricia M. Davidson, prófessor við Háskólann í Wollongong í Ástralíu, og Mickey Chopra, forstöðumaður hjá Alþjóðabankanum, eru meðal fyrirlesara á ráðstefnu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN), fer fram í Montreal í Kanada dagana 1. - 5. júlí 2023, yfirskriftin er Nurses together: A force for global health.

Linda Silas, formaður Félags kanadískra hjúkrunarfræðinga, Patricia M. Davidson, prófessor við Háskólann í Wollongong í Ástralíu, og Mickey Chopra, forstöðumaður hjá Alþjóðabankanum.

Alls eru 28 milljónir hjúkrunarfræðinga innan ICN, tilgangur ráðstefnunnar er að draga lærdóm af heimsfaraldrinum, hvernig má verja rétt hjúkrunarfræðinga til fullnægjandi starfsaðstæðna og kjara, ásamt því hvernig hjúkrunarfræðingar geta haft áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum.

Fleiri fyrirlesarar verða á ráðstefnunni. Þar á meðal Damien Contandriopoulos, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskólans í Victoria í Kanada, Radha Saini, sem starfað hefur víða um heim fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina í baráttunni við langvinna sjúkdóma, og Simon Sinek hjá The Optimism Company.

Langur listi af viðfangsefnum sem tekin verða fyrir á ráðstefunni er nú aðgengilegur á vef ráðstefnunnar. Meðal þess sem taka á sérstaklega fyrir er leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga á stjórnsýslustigi, hlutverk hjúkrunarfræðinga í kjölfar hörmunga, nýtingu á nýrri tækni og heildræn sýn á alþjóðlegan mönnunarvanda.