Rúmlega 500 hjúkrunarfræðingar af öllu landinu komu saman á vísindaráðstefnunni Hjúkrun 2025, er það metþáttaka á ráðstefnuna og var uppselt þar sem ekki var hægt að koma fleirum fyrir inn í menningarhúsið Hof.
Ráðstefnan heppnaðist mjög vel og var mikil fjölbreytni í bæði erindum og veggspjöldum. Gæði þeirra endurspegla þá miklu grósku sem á sér nú stað í framþróun hjúkrunar hér á landi.

Hjúkrun 2025 var haldin af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Háskólanum á Akureyri, Sjúkrahúsi Akureyrar, Háskóla Íslands, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Öll ágripin má nálgast í ráðstefnuriti Hjúkrun 2025.