Fara á efnissvæði
Skýrsla

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga

Skýrsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá febrúar 2017 um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga.

Stjórn og framkvæmdaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tók haustið 2016 ákvörðun um að vinna skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga og kanna jafnframt hversu marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Fyrir 10 árum var síðasta könnun gerð á mönnun í hjúkrun og í kjöl ­ farið var skýrslan Mannekla í hjúkrun gefin út árið 2007.

Greining á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga í skýrslunni er byggð á lista Embættis landlæknis yfir hjúkrunarfræðinga með starfsleyfi, upplýsingum úr félagatali Fíh, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), Lífeyris ­ sjóði hjúkrunarfræðinga (LH) og upplýsingum um fjölda úrskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA). Niðurstöður um fjölda hjúkrunarfræðinga, sem vantar til starfa, byggjast á könnun sem fram fór meðal framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra á öllum heilbrigðisstofnunum1 sem höfðu hjúkrunarfræðinga í vinnu í október og nóvember 2016. Upplýsingar um launakjör hjúkrunar fræðinga og annarra stétta er byggð á upplýsingum um meðaltalslaun starfmanna ríkisins sem finna má á vef fjármálaráðuneytisins.

Markmið skýrslunnar er að:

  • varpa ljósi á vinnumarkað hjúkrunarfræðinga
  • fá yfirlit yfir mönnun í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum
  • kanna hversu marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa
  • spá fyrir um stöðu mönnunar í hjúkrun næstu fimm árin, eða fram til ársins 2021
  • bera saman kjör hjúkrunarfræðinga við aðra opinbera starfsmenn
  • koma með tillögur til úrbóta