Nýju skilgreiningarnar eiga að endurspegla hjúkrun eins og hún er í dag sem og störf hjúkrunarfræðinga um allan heim.
Um er að ræða stóra stund í sögu hjúkrunar í heiminum en skilgreiningunum var síðast breytt árið 1987. Breytingarnar sem voru samþykktar á þingi ICN í Helsinki er afrakstur margra ára vinnu, vinna sem fól meðal annars í sér að láta skilgreininguna ná utan um störf þeirra tæplega 30 milljóna hjúkrunarfræðinga sem starfa um heim allan. Verður það verkefni Fíh að skoða í framhaldinu skilgreiningar sem notaðar eru hér á landi og hvort tilefni sé til þess að uppfæra þær.
Í tilkynningu frá ICN segir að heimurinn hafi breyst mikið frá árinu 1987 og það eigi líka við um störf hjúkrunarfræðinga. Nýju skilgreiningarnar eru hluti af vegferð ICN í að gera hjúkrunarfræðinga sýnilegri og sýna almenningi, stjórnvöldum og fræðasamfélaginu fram á lykilhlutverk hjúkrunarfræðinga.