Fara á efnissvæði
Hlaðvarp

Jón Snorrason

Jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun, er gestur Rapportsins.

Jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði 1979 og hefur orðið vitni af miklum breytingum í geðhjúkrun síðan þá.

Jón starfaði lengi í Arnarholti á Kjalarnesi sem var hluti af geðdeild Borgarspítalans, þar var bæði útsýni fyrir sjóinn og fjöllin. „Þetta var allt annað umhverfi heldur en í dag á geðdeildum, sjálfum líst mér miklu betur á sveitaumhverfi fyrir geðsjúkrahús, vegna þess að það er svo nálægt borginni hvort eð er, það var ekkert mál að skjótast í bæinn,“ segir hann.

Fyrir aldamót hóf hann vinnu við að bæta úr öryggismálum, fór hann á námskeið við Bethlem-geðsjúkrahúsið á Englandi til að læra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna hegðunar sjúklinga. „Síðan þá hefur margt breyst, það hefur verið gerður gífurlegur fjöldi rannsókna um þetta efni,“ segir hann. Sjálfur hefur hann gert margar rannsóknir sem snúa að öryggismálum hér á landi, nú síðast í grein í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Í Rapportinu ræðir hann meðal annars um þá rannsókn og niðurstöðurnar sem koma ekki fram í greininni.