Fara á efnissvæði
Frétt

Kjaraviðræður þokast hægt áfram

Ljóst er að niðurstöður viðræðna munu ekki liggja fyrir 1. júní næstkomandi þegar orlofsuppbætur eru greiddar út.

Kjarasamningar Fíh við ríkið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu runnu út 1. apríl síðastliðinn.

Viðræðum um betri vinnutíma dagvinnu- og vaktavinnufólks er að mestu leyti lokið og fundir eru hafnir við ríkið og Reykjavíkurborg um sérkröfur hjúkrunarfræðinga.

Mikilvægt að fylgjast með orlofsuppbótinni

Ljóst er að niðurstöður viðræðna munu ekki liggja fyrir 1. júní næstkomandi þegar orlofsuppbætur eru greiddar út. Þannig eru orlofsuppbætur óbreyttar hjá þeim viðsemjendum sem ennþá er ósamið við. Orlofsupphæðir eru 56.000 kr. hjá ríki, Reykjavíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velverðarþjónustu en 55.700 kr. hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg.

Orlofsupphæðir hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem taka mið af almenna markaðnum liggja fyrir árið 2024 og nema 58.000 kr.

Orlofsuppbót miðast við fullt starf næstliðið orlofsár, en reiknast annars hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.