Fara á efnissvæði
Frétt

Kjaraviðræður halda áfram

Viðræður um gerð kjarasamninga við ríkið og Reykjavíkurborg standa nú yfir.

Samninganefndir Fíh hafa fundað tvisvar með viðsemjendum sínum í þessari viku, annars vegar með samninganefnd ríkisins og hins vegar samninganefnd Reykjavíkurborgar.

Stefnt er að því að semja til fjögurra ára og er því mikilvægt að vanda vel til verka. Unnið er út frá kröfugerð hjúkrunarfræðinga sem var til umfjöllunar á kjarafundum félagsins um allt land.

Frekari fundir eru fyrirhugaðir í næstu viku.