Fara á efnissvæði
Frétt

Kolbrún Sara Larsen

Kolbrún Sara Larsen býður sig fram í stjórn Fíh kjörtímabilið 2024-2026. Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi 16. maí.

Mig langar til þess að taka þátt í að efla og þróa FÍH enn frekar. Hagsmunir hjúkrunarfræðinga er mitt hjartans mál, vil ég gjarnan standa vörð um þeirra réttindi, skyldur, kjör og vera með í að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Hafa siðareglur félagsins að leiðarljósi. Vil gjarnan geta tekið þátt í að móta stefnu í heilbrigðisþjónustu í samráði við hjúkrunarfræðinga og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi sem og almennings.

Stjórnarseta vekur áhuga hjá mér vegna þeirrar staðreyndar að þessu starfi fylgir ábyrgð, sjálfstæði, teymisvinna og agi. Að mínu mati eru forréttindi að fá að starfa í stjórn Hjúkrunarfélagsins og tek ég því ekki létt. Vil gjarnan taka þátt í að framfylgja ákvörðunum aðalfundar, fara yfir fjárhag félagsins, stefnumótun þess, gerð og framkvæmd á stefnu á málefnum félagsins, framkvæmd starfsáætlun starfsársins, undirbúningur fyrir aðalfund sem dæmi.

Kaup og kjör hjúkrunarfræðinga er eitt af mínum áhugasviðum. Trúi því að það sé mjög ánægjulegt og krefjandi á sama tíma að vinna fyrir meðlimi FÍH. Þetta starf er svo spennandi á allan máta að mínu mati og er þetta í mínum huga það sem ég hef stefnt að, leynt og ljóst, það er að segja að geta haft áhrif innan minnar mikilvægu stéttar. Vil gjarnan fá tækifæri til þess að verða fróðari um þau mál og reglugerðir sem snúa að okkur sem stétt.

Ég tel að víðtæk starfsreynsla, sem og þekking mín á hinum ýmsu málefnum, muni koma til með að gagnast vel í starfi stjórnarmanns hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hef alltaf átt auðvelt með að takast á við margskonar verkefni. Sem að mínu mati þarf svo sannarlega þegar verið er að hlusta á fólk með misjöfn málefni í farteskinu.