Fara á efnissvæði
Frétt

Laun hjúkrunarfræðinga hjá ríki hækka um 1,24%

Laun hjúkrunarfræðinga sem starfa undir kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðuneytið hækka um 1,24% þann 1. september 2025 og koma því til greiðslu 1. október 2025.

Í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið, sem hjúkrunarfræðingar samþykktu síðasta vetur, er að finna ákvæði um launatöfluauka. Tilgangur launatöfluauka er að tryggja að launaþróun opinbers starfsfólks haldist í hendur við launaþróun á almennum markaði.

Niðurstaða nefndar um launatöfluauka hefur skilað niðurstöðu um að virkja launatöfluauka í kjarasamningum við ríkið. Samþykkt kjarasamnings Fíh við ríki tryggir hjúkrunarfræðingum launabætur þær sem felast í aukanum. Við útreikninganna var notast við gögn frá Hagstofu Íslands og leiðrétt fyrir áhrifum kjarasamningsbundinna breytinga. Miðað var við tímabilið desember 2023 til desember 2024 sem er fyrsta viðmiðunartímabil og uppgjör en þau eru alls þrjú á samningstímabilinu.