Fara á efnissvæði
Frétt

Mat á störfum hjúkrunarfræðinga til launa

Mikilvæg skref hafa verið tekin undanfarna mánuði í þá átt að bera saman laun hjúkrunarfræðinga við aðrar stéttir.

Mikilvæg skref hafa verið tekin undanfarna mánuði í þá átt að bera saman laun hjúkrunarfræðinga við aðrar stéttir.

Í síðustu kjarasamningum við bæði ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög náðist samkomulag um að fara í endurskoðun á mati starfa hjúkrunarfræðinga og röðun þeirra til launa.

Sem liður að því markmiði hefur nú verið gengið frá sérstöku áfangasamkomulagi við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem tekur gildi 1. október 2023. Samkomulagið felur í sér leiðréttingu í starfsmatskerfi sem leiðir jafnframt til hækkunar launa frá 1. október 2023 fyrir ákveðin starfsheiti hjúkrunarfræðinga.

Unnið er nú að sambærilegu áfangasamkomulagi við ríkið sem á einnig að gilda frá 1. október 2023 og lítur að því að leiðrétta launaröðun í stofnanasamningum fyrir þau starfsheiti hjúkrunarfræðinga þar sem launaröðun er lægri í samanburði við sambærileg starfsheiti á öðrum stofnunum.