Fara á efnissvæði
Frétt

Mikil tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, varaformaður Fíh, skrifar í Morgunblaðið 13. júní 2023.

Staða hjúkr­un­ar­fræðinga á Íslandi er góð. Íslensk­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru vel menntaðir og hæf­ir, þeir geta valið úr störf­um og geta auðveld­lega fengið vinnu hvar sem er í heim­in­um. Það sama á ekki við um heil­brigðis­kerfið sem vant­ar sár­lega hjúkr­un­ar­fræðinga og þarf að keppa um þá við einka­geir­ann og út­lönd.

Það eru mik­il tæki­færi á Íslandi. Við eig­um marga hjúkr­un­ar­fræðinga sem eru starf­andi utan heil­brigðis­kerf­is­ins og tæki­færið felst í að lokka þá til starfa aft­ur. Það er hægt að gera með góðum laun­um, aðlög­un og þjálf­un við hæfi og síðast en ekki síst ör­uggu vinnu­um­hverfi og staðfestu þess að eiga ekki á hættu að verða dreg­inn fyr­ir dóm­stóla ef upp kem­ur at­vik í starfi.

Það er hægt að gera breyt­ing­ar til að láta dæmið ganga upp. Stjórn­völd standa frammi fyr­ir því stóra tæki­færi að gera hjúkr­un­ar­fræðinga ánægða og ör­ugga í starfi.

Öryggi ofar öllu

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru ábyrg stétt sem ber ábyrgð á hjúkr­un allra sjúk­linga lands­ins. Mann­ekla or­sak­ar, því miður, að stund­um þarf að fram­lengja þessa ábyrgð til ófag­lærðra, oft ætt­ingja, sem sett­ir eru í erfiða stöðu. Það kost­ar ríkið og sam­fé­lagið mikið að reka heil­brigðis­kerfið og það kost­ar mikið að missa hjúkr­un­ar­fræðinga úr starfi. Það kost­ar átak að fá hjúkr­un­ar­fræðinga til starfa og það þarf að gera allt til að halda þeim í starfi. Það er gert með góðu og ör­uggu starfs­um­hverfi. Hér er ekki hægt að miða við lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurn­ar, það þarf meira til.

Í ný­legri skýrslu Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla er rætt við hátt í fimm hundruð hjúkr­un­ar­fræðinga sem hafa sagt skilið við danska heil­brigðis­kerfið, ástæðan fyr­ir því er yf­ir­leitt að þeim leið ekki vel í vinn­unni. Álag er of mikið, yf­ir­sýn of lít­il, erfitt að ein­beita sér í vinn­unni, sinna skyld­um sín­um og ná að skila vakt­inni sátt­ur.

Við sjá­um sömu stöðu uppi hér á landi. Í niður­stöðum kjara­könn­un­ar Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga frá því í fyrra kem­ur fram að hjúkr­un­ar­fræðing­um hér á landi þykir vænt um starfið sitt og vilja helst starfa áfram í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu. Á sama tíma er meira en helm­ing­ur þeirra al­var­lega að íhuga að hætta.

Það er mik­il­vægt að gera ná­kvæma grein­ingu á þeim hópi sem hef­ur klárað nám í hjúkr­un­ar­fræði en starfar í dag utan heil­brigðis­kerf­is­ins. Út frá þeim upp­lýs­ing­um þarf að fara í mark­vissa vinnu við að ná þeim til vinnu inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Þar er mik­il­væg­ast að borga sam­keppn­is­hæf laun, tryggja aðlög­un, þjálf­un og ör­yggi á vinnustaðnum. Þetta er hægt en það þarf sam­eig­in­legt átak til.

Ósjálf­bær staða

Nú þegar liggja fyr­ir skýrsl­ur um hvaða lausn­ir eru í boði, það er auðvelt að sækja inn­blást­ur er­lend­is frá þar sem þegar hef­ur átt sér stað mik­il grein­ing­ar­vinna. Það þarf að breyta lög­um um refsi­á­byrgð. Mönn­un­ar­viðmið eru nokkuð sem við verðum að taka upp, sama á við um gæðaviðmið. Við erum rík þjóð og eig­um að leggja metnað okk­ar í að tryggja góða þjón­ustu og góð starfs­skil­yrði. Sam­hliða þurf­um við að skoða fjöl­breytt þjón­ustu­form, vera óhrædd við að prófa og leyfa nýj­ung­ar og hugsa út fyr­ir boxið.

Staðan í dag er ekki sjálf­bær, það er þegar verið að for­gangsraða í kerf­inu og hjúkr­un­ar­fræðing­ar hlaupa af vakt með lista sem þeir hafa ekki náð að klára. Það er það sem slít­ur fólki og ger­ir að verk­um að það fer annað.

Ef ekk­ert verður að gert mun heil­brigðisþjón­ust­an í land­inu ein­ung­is snú­ast um að slökkva elda. Það er bæði nauðsyn­legt og tíma­bært að fara að vinna að mis­mun­andi sviðsmynd­um heil­brigðisþjón­ust­unn­ar eft­ir tíu ár og gera okk­ur grein fyr­ir því hvað þarf til að halda uppi góðri þjón­ustu. Þannig er hægt að standa vörð um heil­brigðis­kerfið. Leggj­umst sam­an á ár­arn­ar og ger­um það sem þarf.