Fara á efnissvæði
Frétt

Mikilvægt að taka samtal um uppsafnað orlof fyrir 30. apríl

Brýnt er að hjúkrunarfræðingar sem eiga uppsafnað orlof taki samtal sem fyrst við sinn yfirmann um flutning orlofs milli orlofsára.

Í kjarasamningum hjúkrunarfræðinga sem undirritaðir voru á árinu 2020 við ríkið, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga var meðal annars samið um breytingar á orlofsmálum og hefur nú öllum verið tryggður 30 daga orlofsréttur, óháð líf- og starfsaldri.

Samkvæmt orlofslögum er hins vegar flutningur orlofs milli orlofsára óheimill og í kjarasamningum er jafnframt ákvæði sem kveður á um ákveðna fyrningu orlofs.

Það er því afar brýnt að þeir sem eiga uppsafnað orlof taki samtal sem fyrst við sinn yfirmann um flutning orlofs milli orlofsára.

Þannig er hægt að nálgast sérstakt eyðublað hjá þeim starfsmönnum sem starfa hjá bæði ríki og Reykjavíkurborg til þess að óska eftir flutningi orlofs á milli orlofsára.

Þá eru allir hjúkrunarfræðingar hvattir til að nýta sinn 30 daga orlofsrétt og taka nauðsynlega hvíld frá störfum.