Sótt er um heilsustyrk inni á Mínum síðum.
Heilsurækt er undanþegin skatti. Undir heilsurækt flokkast meðal annars líkamsrækt, sund, jóga, félagsgjöld golfklúbba og endurhæfing sem er sambærileg annarri íþróttaiðkun.
Heilbrigðiskostnaður er skattskyldur, undir hann falla meðal annars tannlæknakostnaður, sjúkraþjálfun, gleraugnakaup, kaup á heyrnartæki og kaup á búnaði til íþróttaiðkunar.
Umsóknir um heilsustyrk eru afgreiddar mánaðarlega, fyrir utan júlí. Umsóknum ásamt viðeigandi gögnum skal skila inn fyrir mánaðarmót. Að jafnaði er greitt út 24.-26. dag næsta mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Umsóknir sem berast í desember greiðast út í janúar en færast sem styrkur sama ár og umsókn barst.