Fara á efnissvæði
Frétt

Nýr stofnanasamningur við Heilsuvernd hjúkrunarheimili

Stofnanasamningur þessi tekur til hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum Heilsuverndar sem starfa samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).

Frá undirritun síðustu kjarasamninga hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagt ríka áherslu á að ljúka endurnýjun stofnanasamninga við alla viðsemjendur. Nú hefur verið gengið frá stofnanasamningum fyrir stærstan hluta hjúkrunarfræðinga á landinu.

Með nýjum stofnanasamningi er innleitt starfsþróunarkerfi fyrir hjúkrunarfræðinga. Kerfið er mikilvægt hagsmunamál fyrir alla hlutaðeigandi, enda er sí- og endurmenntun veigamikill og órjúfanlegur þáttur í faglegu starfi hjúkrunarfræðinga.