Megin markmið nýja samningsins er að skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að auka hæfni sína og þróast frekar í starfi. Starfsþróunarkerfið er mikið hagsbótamál fyrir alla hluteigandi þar sem sí- og endurmenntun er afar mikilvægur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga en einnig mikið réttlætismál að hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni búi við sambærilegt starfsþróunarkerfi og finnst hjá öðrum ríkistofnunum.
Kynningarfundur verður haldinn fyrir hjúkrunarfræðinga á HVE þann 7. janúar 2026 klukkan 15:00 í fundarherberginu Grund og á Teams.





