Í kjölfar undirritunar kjarasamninga hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagt mikla áherslu á að ljúka við endurnýjun stofnanasamninga við alla viðsemjendur, stendur sú vinna yfir. Nú þegar er búið að endurnýja stofnanasamninga við Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þrjú stærstu fyrirtækin innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Nú er einnig búið að undirrita nýjan stofnanasamning við Sóltún. Samningurinn nær til hjúkrunarfræðinga sem starfa á Sóltúni Sólvangi og Sóltúni Reykjavík undir kjarasamningi Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).
Með nýjum stofnanasamningum er innleitt starfsþróunarkerfi fyrir hjúkrunarfræðinga sem er mikið hagsbótamál fyrir alla hluteigandi þar sem sí- og endurmenntun er stór og mikilvægur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga.





