Mikið fagnaðarefni er að hafa innleitt starfþróunarkerfi fyrir hjúkrunarfræðinga á Austurlandi með nýjum stofnanasamningi. Megin markmið samningsins er að skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að auka hæfni sína og þróast frekar í starfi. Starfsþóunarkerfið er mikið hagsbótamál fyrir alla hluteigandi þar sem sí- og endurmenntun er stór og mikilvægur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga en einnig mikið réttlætismál að hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni búi við sambærilegt starfsþróunarkerfi og finnst hjá öðrum ríkistofnunum.
Í kjölfar undirritunar kjarasamninga hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagt mikla áherslu á að ljúka við endurnýjun stofnanasamninga við alla viðsemjendur og er sú vinna langt komin.





