Fara á efnissvæði
Frétt

Nýtt örorku og endurhæfingarlífeyriskerfi  TR tekur gildi 1. september 2025

Frá og með 1. september 2025 mun nýtt kerfi fyrir örorkulífeyri og endurhæfingargreiðslur taka gildi hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR).

Umsóknarferlið verður einfaldara en áður. Þjónustuaðilar munu framvegis senda endurhæfingaráætlanir beint til TR, í stað þess að einstaklingurinn þurfi sjálfur að skila öllum gögnum. Markmiðið er að minnka álag á einstaklinga og tryggja hraðari afgreiðslu.

Nýju greiðslurnar kallast Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur. Þær sameina áður aðskildar greiðslur í eitt einfaldara kerfi, sem gerir greiðsluflæðið skýrara og aðgengilegra.

Einstaklingar sem þegar eru með samþykkt endurhæfingartímabil sem nær út fyrir 31. ágúst 2025 þurfa ekki að gera neitt – þeir færast sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.

Frá 1. september tekur samþætt sérfræðimat við af núverandi örorkumati. Þetta mat byggir á heildstæðu mati á stöðu einstaklinga, þar sem endurhæfing þarf að hafa verið fullreynd eða talin ekki möguleg.