Fara á efnissvæði
Frétt

Orlofshúsin í Hyrnulandi tilbúin

Tvö ný orlofshús Fíh eru tilbúin, fimmtudaginn 11. apríl kl. 09:00 verður opnað fyrir leigu frá og með 11. apríl og út maí.

Orlofshúsin í Hyrnulandi 10 og 12 í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri eru nú tilbúin. Þau fara í útleigu frá og með fimmtudeginum 11. apríl og út maí. Þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í orlofshúsin í sumar.

Húsin tvö eru bæði 109 fermetrar með rúmstæði fyrir sex, heitum potti og fallegu útsýni.

Húsin eru staðsett í Neðri Hálöndum, þetta skilti má sjá þegar keyrt er upp í Hlíðarfjall.

Hlíðarfjall hefur verið vinsæll áfangastaður allt árið og því mikil ánægja að gefa fleirum tækifæri á að heimsækja Norðurland, hvort sem það er til að fara á skíði yfir vetrartímann, fjallahjól yfir sumartímann eða bara til að hlaða batteríin.

Húsin eru hlið við hlið, hér má sjá Hyrnuland 10 frá Hyrnulandi 12.
Eldhúsið í Hyrnulandi 12.
Stofan séð frá eldhúsi í Hyrnulandi 10.

Nánari upplýsingar um orlofshúsin ásamt fleiri myndum má finna á nýjum orlofsvef Fíh.

Orlofsvefinn má alltaf nálgast með því að smella á húsið efst í hægra horninu á hjukrun.is.
Smelltu á island.is-merkið til að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.