Fara á efnissvæði
Hlaðvarp

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Annar viðmælandi Rapportsins er Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, leiddi starfsfólk heilsugæslunnar við sýnatökur og að bólusetja nær alla þjóðina.

Ragnheiður Ósk mætti áskorunum sem upp komu í faraldrinum með jákvæðni og elju og segist hafa haft það að leiðarljósi að einblína á það sem heilsugæslan gæti gert, það jákvæða. Ragnheiður Ósk tók við starfi framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins rétt áður en faraldurinn skall á og segir hlustendum hvernig þessi tími hefur verið síðan hún tók við. Hún segir einnig frá áhugamálum sínum, æskuárunum og ástæðunni fyrir því að hún valdi að fara í mannauðsstjórnun.