Fara á efnissvæði
Frétt

„Reynsla hjúkrunarfræðinga af kynferðislegri áreitni af hálfu skjólstæðinga“

Auglýsing eftir þátttakendum í rannsóknina „Reynsla hjúkrunarfræðinga af kynferðislegri áreitni af hálfu skjólstæðinga“. Einstaklingsviðtöl í nóvember og desember.

Aldís Ósk Sigvaldadóttir, meistaranemi í kynjafræði við Háskóla Íslands og hjúkrunarfræðingur, leitar að hjúkrunarfræðingum til þess að taka þátt í rannsókn sem er hluti af meistaraverkefni hennar. Leiðbeinandi Aldísar er dr. Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ([email protected]).

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu hjúkrunarfræðinga af kynferðislegri áreitni sem þeir hafa orðið fyrir af hálfu skjólstæðinga sinna. Því verður leitast við að auka skilning á upplifun, viðbrögðum og þeim áhrifum sem slík reynsla getur haft á líðan og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Vonir standa til að niðurstöður rannsóknarinnar megi nýta til að þróa leiðir til þess að bregðast við og fyrirbyggja kynferðislega áreitni innan heilbrigðisþjónustunnar.

Hvað felst í þátttöku?

  • Einstaklingsviðtal sem tekur um 60-90 mínútur.
  • Viðtölin fara fram á tímabilinu 1.nóvember – 31. desember 2025.

Trúnaður og réttindi þátttakenda

Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferð þar sem gögnum er safnað með viðtölum við 10–12 þátttakendur. Viðtölin verða hljóðrituð, afrituð orðrétt og upptökum síðan eytt. Við afritun verða allar persónugreinanlegar upplýsingar fjarlægðar til að tryggja fulla nafnleynd. Allar upplýsingar eru meðhöndlaðar samkvæmt reglum um trúnað, og þátttakendur geta hætt þátttöku hvenær sem er án þess að gefa sérstaka ástæðu. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til siðanefndar háskólanna um vísindarannsóknir.

Hverjir geta tekið þátt?

Þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi af hálfu skjólstæðinga. Leitað er eftir fjölbreyttum hópi hjúkrunarfræðinga af öllum kynjum og aldri, sem starfa á ólíkum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og hafa mismunandi starfsreynslu.

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða vilt frá nánari upplýsingar getur þú haft samband við Aldísi Ósk Sigvaldadóttur í síma 850-8982 eða með því að senda fyrirspurn á netfang Aldísar, [email protected].

Með því að hafa samband skuldbindur þú þig ekki til þátttöku, heldur lýsir einungis áhuga að fá frekari upplýsingar

Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg (Lög og jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020).

- Skilgreining á kynferðislegri áreitni