Fara á efnissvæði
Frétt

Ritrýndar greinar verða með DOI-númer

Ritrýndar greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga verða framvegis birtar með DOI-númeri sem auðkennir rannsóknargögn.

DOI stendur fyrir Digital Object Identifier og er það staðlað af Alþjóðlegu staðlastofnuninni, International Organization for Standardization.

Innleiðing DOI-númera er liður í því að gera Tímarit hjúkrunarfræðinga að alþjóðlega viðurkenndu fræðitímariti sem hægt verður að nálgast í gagnasöfnum. Samhliða því að fá DOI-númer er unnið að því að gera alla ferla við ritrýni aðgengilega á bæði íslensku og ensku á vefsvæði tímaritsins á hjukrun.is.

Allar ritrýndar greinar í nýjasta hefti Tímarits hjúkrunarfræðinga eru með DOI-númeri sem sést undir fyrirsögn greinarinnar. Ritver Háskóla Íslands lýsir DOI-númeri sem fastri kennitölu efnisins á vefnum, ef vefslóðin breytist þá er gagnagrunnurinn uppfærður og því alltaf hægt að finna efnið aftur á rafrænu formi.

Í nýju greinasafni tímaritsins á vefnum er nú búið að innleiða tilvísanahnapp sem auðveldar gerð heimildaskráa. DOI-númerið verður framvegis hluti af tilvísun í ritrýndar greinar í greinasafninu.