Fara á efnissvæði
Frétt

Sjö nýir prófessorar í hjúkrunarfræði

Sjö hjúkrunarfræðingar hljóta framgang í stöðu prófessors við sínar menntastofnanir.

Sjö framúrskarandi hjúkrunarfræðingar hafa hlotið framgang í stöðu prófessors við sínar menntastofnanir. Fjórir prófessorana eru við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og þrír við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

Nöfn þeirra eru:

Brynja Örlygsdóttir

Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir

Gísli Kort Kristófersson

Margrét Hrönn Svavarsdóttir

Marianne Elisabeth Klinke

Sigrún Sigurðardóttir

Þóra Jenný Gunnarsdóttir

Fyrsti prófessorinn í hjúkrunarfræði á Íslandi er enn starfandi í dag, það var Sigríður Halldórsdóttir sem hlaut þann framgang árið 1996. Rannsóknir og kennsla á háskólastigi er forsenda fyrir öflugu starfi hjúkrunarfræðinga á Íslandi.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar öllum sjö innilega til hamingju með framganginn í starfi.