Fara á efnissvæði
Frétt

Staða fulltrúa á skrifstofu laust til umsóknar

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf fulltrúa á skrifstofu félagsins frá 1. febrúar 2026. Starfið hentar vel þeim sem hafa góða tölvukunnáttu, eru skipulögð og njóta þess að vinna í samstarfi við aðra. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í 100% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símavarsla og móttaka á skrifstofu félagsins.
  • Þjónusta við félagsfólk.
  • Almenn skrifstofustörf. 
  • Umsjón með daglegum rekstri orlofssjóðs.
  • Umsjón með félagaskrá félagsins. 
  • Umsjón með húsnæði og daglegum innkaupum fyrir félagið.
  • Aðstoð við vinnslu umsókna í sjóði félagsins.
  • Önnur tilfallandi verkefni.  

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni. 
  • Skipulagshæfileikar og góð yfirsýn yfir verkefni 
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á DK er kostur.
  • Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku. 

Nánari upplýsingar veitir Hafdís Böðvarsdóttir, fjármálastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða í tölvupósti [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2025.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.