Fara á efnissvæði
Umsögn

Umsögn um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill ítreka að gætt sé fyllsta öryggis varðandi allan þann búnað sem frumvarpið til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu) tekur til þannig að ekki sé með því verið að slá af þeim öryggiskröfum sem gerður er til búnaðar fyrir heilbrigðisstarfsfólk hér á landi.

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu).

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill ítreka að gætt sé fyllsta öryggis varðandi allan þann búnað sem frumvarpið til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu) tekur til þannig að ekki sé með því verið að slá af þeim öryggiskröfum sem gerður er til búnaðar fyrir heilbrigðisstarfsfólk hér á landi.

Félagið gerir ekki athugasemd við ofangreint frumvarp svo framarlega sem tryggt sé að þær persónuhlífar sem ætlaðar eru heilbrigðisstarfsmönnum séu öruggar og að innflytjendur þeirra persónuhlífa sem um ræðir tryggi að hlífarnar uppfylli viðurkenndar öryggis- og heilbrigðiskröfur enda þótt þær séu ekki CE-merktar. Þá sé einnig tryggt að undanþága frá CE-merkingum samkvæmt þessu ákvæði gildi ekki um almennan innflutning á persónuhlífum heldur eingöngu persónuhlífar sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigðiskerfið í tengslum við útbreiðslu COVID-19-sjúkdómsins.