Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur kynnt sér þau áform um breytingar á reglum um eftirlit með jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana sem settar hafa verið fram.
Hjúkrunarfræðingar eru bæði ein stærsta kvennastétt landsins og stærsta heilbrigðisstéttin. Það er þekkt staðreynd að kerfisbundið vanmat er á hefðbundum kvennastörfum í samanburði við hefðbundin karlastörf. Í stefnulýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram að áfram eigi að vinna að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði kvennastarfa og að ýtt hafi verið úr vör viðamikilli vinnu stjórnvalda í samvinnu við fulltrúa sveitafélaga og helstu hagaðila á vinnumarkaði um þróun á virðismatskerfi starfa í þágu launajafnréttis. Út frá framangreindum upplýsingum setur Fíh eftirfarandi athugasemdir:
- Fíh gerir athugasemd við að félagið hafi ekki verið nefnt sem eitt af helstu hagsmunaaðilum sem láta sér jafnréttismál varða.
- Fíh tekur undir athugasemd BHM um að hækka viðmiðunarmörk fyrir skyldu jafnlaunastaðfestingar í 50 eða fleiri starfsmenn og jafnlaunavottunar í 100 eða fleiri starfsmenn. Þar sem slíkar breytingar myndu skilja stóran hluta vinnumarkaðarins eftir utan formlegs eftirlits með framkvæmd jafnlaunareglunnar. Fíh styður ekki þau áform.
Fíh lýsir sig reiðubúið í samstarf við stjórnvöld um mat á núverandi kerfi og mögulegar úrbætur með það að markmiði að tryggja virkt eftirlit og raunverulegan árangur í jafnréttismálum.





