Umsögn um: Frumvarp til laga um sóttvarnarlög
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur kynnt sér frumvarp til laga um sóttvarnarlög 80.mál. Fíh gerir athugasemd við að í farsóttarnefnd skuli ekki sitja hjúkrunarfræðingur með sérþekkingu í sýkingavörnum eins og er í sóttvarnarráði í 6 gr. í núverandi lögum.
Hjúkrunarfræðingar búa yfir sérþekkingu á sviði sýkingavarna og samspili sjúkdóma og samfélagslegra þátta. Þessi þekking er nauðsynleg þegar móta á stefnu og aðgerðir í sóttvörnum og tryggir að sjónarmið sjúklinga, samfélags og heilbrigðiskerfis séu metin í heildstæðu samhengi. Fíh gerir því kröfu um að hjúkrunarfræðingur eigi sæti í farsóttanefnd.
Fíh tekur einnig undir fyrri umsögn SFV að fulltrúi hjúkrunarheimila eigi sæti farsóttarnefnd.