Fara á efnissvæði
Umsögn

Umsögn um gerð skoðanakönnunar um afstöðu til dánaraðstoðar meðal heilbrigðisstarfsfólks

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga innan Fíh er fylgjandi því að könnun verði gerð meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þess til dánaraðstoðar.

Efni: Umsögn um tillögu um þingsályktun um gerð skoðanakönnunar um afstöðu til dánaraðstoðar meðal heilbrigðisstarfsfólks, 529. mál.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga innan Fíh er fylgjandi því að könnun verði gerð meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þess til dánaraðstoðar. Jafnframt telur stjórn Fíh og fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga mjög mikilvægt að haft verði samráð við fagaðila á sviði líknarmeðferðar þegar kemur að framkvæmd könnuninnar. Til að niðurstaða könnunar endurspegli raunverulega afstöðu heilbrigðisstarfsfólks er því mikilvægt að hugtök séu rétt notuð og í samræmi við það tungutak sem notað er í heilbrigðisþjónustu. Vill stjórn Fíh og fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga benda á að Félagsstofnun Háskóla Íslands sem hlutlausan og faglegan aðila með mikla reynslu í gerð slíkra kannana.