Fara á efnissvæði
Umsögn

Umsögn um lýðheilsustefnu til ársins 2030

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu og telur mikilvægt að sett sé stefna eða sýn í lýðheilsumálum til ársins 2030.

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu og telur mikilvægt að sett sé stefna eða sýn í lýðheilsumálum til ársins 2030.

Hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og hafa víðtæka þekkingu og reynslu af heilbrigðiskerfinu sem nýtist vel við gerð nýrrar lýðheilsustefnu. Heilsuefling og forvarnir eru stór hluti starfa hjúkrunarfræðinga auk þess sem margir hjúkrunarfræðingar hafa bætt við sig viðbótarnámi í Lýðheilsuvísindum.

Því vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga koma á framfæri vilja sínum til að koma að nánari vinnu við lýðheilsustefnuna þegar farið verður í það verkefni að setja markmið og mælanlegar leiðir til að ná þeim.