Fara á efnissvæði
Umsögn

Umsögn um lyfjalög og landlækni og lýðheilsu (lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra)

Fíh telur að með breytingunum sé stigið mikilvægt skref að bættri þjónustu við landsmenn.

Umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög og landlækni og lýðheilsu (lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra) Þingskjal 288 – 266. mál

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar framkomnu frumvarpi til laga um breytingu á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu.

Fíh telur að með breytingunum sé stigið mikilvægt skref að bættri þjónustu við landsmenn. Fíh tekur undir með heilbrigðisráðherra að með við því að nýta betur þá fagþekkingu sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður búa yfir má gera heilbrigðisþjónustuna skilvirkari til hagsbóta fyrir notendur hennar og samfélagið í heild.

Með þessum breytingatillögum er horft til framtíðar og enn eitt skrefið stigið til að efla m.a. lýðheilsu landsmanna og bæta þjónustu við þá.