Fara á efnissvæði
Frétt

Uppselt á Hjúkrun 2025

Metþáttaka er á Hjúkrun 2025 og í fyrsta sinn í sögunni er uppselt á ráðstefnuna.

Mikill áhugi er meðal hjúkrunarfræðinga á ráðstefnunni Hjúkrun 2025 sem haldin verður í Hofi á Akureyri dagana 25. og 26. september næstkomandi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár, í þriðja hvert skipti á Akureyri, annars í Reykjavík.

Yfir 500 hjúkrunarfræðingar eru skráðir á ráðstefnuna og leyfir húsrýmið á Akureyri ekki að taka á móti fleirum. Því miður er ekki hægt að skrá sig á biðlista.

Það eru mikil gleðitíðindi hversu mikil þátttaka hjúkrunarfræðinga er á þessari uppskeruhátíð fræða og vísinda í hjúkrun. Ljóst er að aukin réttindi og stofnun Starfsþróunarseturs Fíh sem sett var á laggirnar eftir síðustu kjarasamninga nýtist vel.

Við hlökkum mikið til að taka á móti fullu húsi af hjúkrunarfræðingum.

Dagskrána má finna í hlekknum hér fyrir neðan.