Fara á efnissvæði
Frétt

Vefur Fíh tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Vefur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjukrun.is, er tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2023.

Vefurinn er tilnefndur í tveimur flokkum, fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki) og samfélagsvefur ársins. Allar tilnefningar má finna á Vísi.is.

Hjukrun.is er samstarfsverkefni Fíh og Hugsmiðjunnar, mikil vinna liggur að baki vefsins sem uppfylla þarf mörg hlutverk þar sem Fíh er bæði fag- og stéttarfélag með langa sögu og öfluga starfsemi. Nýi vefurinn fór formlega í loftið á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2023 og gerði efnisframboð aðgengilegra með nýju útliti og endurhönnuðu leiðarkerfi.

Með nýju ritstjórnarkerfi hafa skapast tækifæri til að nýta nýja tækni til að þjónusta hjúkrunarfræðinga sem allra best. Við opnun vefsins var tekin í gagnið nýtt viðmótskerfi fyrir kjarasamninga.

Vefurinn er lifandi og er unnið reglulega að viðbótum í samstarfi við Hugsmiðjuna og hjúkrunarfræðinga. Sem dæmi var í desember lokið fyrsta áfanga í endurbótum á greinasafninu þar sem hjúkrunarfræðingar og nemar geta auðveldlega leitað að ritrýndum greinum úr Tímariti hjúkrunarfræðinga, halað þeim niður og fengið tilvísun til að auðvelda við gerð heimildarskrár.

Samhliða þessu hefur Fíh í samstarfi við Austurnet, hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í orlofslausnum, unnið að endurgerð á Orlofsvefnum. Sá vefur fer í loftið í þessari viku.

Einnig er í vinnslu, í samstarfi við Hugsmiðjuna, nýjar Mínar síður þar sem ferli við umsóknir í sjóði og skráningar á námskeið verður einfaldað, sá vefur fer í loftið síðar á þessu ári.

Verðlaunin eru veitt af Samtökum vefiðnaðarins, SVEF. Verðlaunaafhendingin fer fram í Hafnarhúsinu föstudaginn 15. mars.

Allar ábendingar um vefinn, mögulega virkni, innihald og aðgengi eru ávallt vel þegnar, hægt er að hafa samband við Ara Brynjólfsson kynningarstjóra í netfangið ari@hjukrun.is eða í síma 695 2398.