Fara á efnissvæði
Frétt

Viðræður við ríkið ganga hægt

Viðræður hjúkrunarfræðinga um gerð kjarasamninga við ríkið og Reykjavíkurborg halda áfram.

Samninganefndir Fíh hafa fundað með samninganefndum ríkisins og Reykjavíkurborgar síðustu vikur í bæði vinnuhópum sem og í undirhópum um einstaka atriði í samningunum. Þá hafa samninganefndir fundað með bæði trúnaðarmannaráði Fíh og stjórn.

Að mati samninganefnda Fíh ganga viðræður við ríkið hægar en þörf er á. Samtal milli viðsemjenda er þó áfram virkt. Fullur samningsvilji er meðal hjúkrunarfræðinga til að semja til fjögurra ára.