Fara á efnissvæði
Frétt

Viðhorfskönnun

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samstarfi við könnunarfyrirtækið Maskínu hefur sent öllum starfandi hjúkrunarfræðingum könnun um ýmislegt sem snýr að kjörum og starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga, ásamt fleiru.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samstarfi við könnunarfyrirtækið Maskínu hefur sent öllum starfandi hjúkrunarfræðingum könnun um ýmislegt sem snýr að kjörum og starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga, ásamt fleiru.

Niðurstaða könnunarinnar verður meðal annars höfð að leiðarljósi í komandi kjaraviðræðum.

Það tekur innan við 10 mínútur að svara könnuninni, hvetjum við alla hjúkrunarfræðinga eindregið til að láta skoðun sína í ljós og minna aðra hjúkrunarfræðinga á að gera það sama.

Svarhlutfall í síðustu könnunum hefur verið mjög gott sem þýðir að niðurstöðurnar eru marktækar og nýtast þannig sem rökstuðningur í komandi viðræðum.

Ef þú fékkst ekki könnunina þá máttu endilega láta okkur vita í netfangið kjarasvid@hjukrun.is.

Könnunin var send á það netfang sem er skráð hjá Fíh, skráningu er hægt að breyta á Mínum síðum.