Vinnustofan fór fram í húsnæði Embætti landlæknis. Þetta var áttunda vinnustofan í samráðsferli vegna tillögu um efnisþætti og skipulag Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum og byggði hún á markmiðasetningu í hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum frá árinu 2021 og samsvarandi stefnu, Í ljósi loftslagsvár frá sama ári.
Viðfangsefni vinnustofunnar var að hugleiða mögulegar aðlögunaraðgerðir sem eru nauðsynlegar á næstu árum með tilliti til lýðheilsu og hvaða aðilar hafi þar hlutverki að gegna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi fulltrúa á vinnustofuna. Í upphafi vinnustofunnar voru haldin greinagóð erindi frá ólíkum hagaðilum um stöðu mála og samhengi við lýðheilsu. Í kjölfarið átti sér stað gott samtal allra þátttakenda og samráð, þar sem meðal annars var fjallað um mikilvægi þess að þróaðir verði lýðheilsuvísar sem taka á áhrifum loftslagsbreytinga. Góðar umræður sköpuðust um loftslagstengd veikindi, slys og hvaða ógnir við stöndum frammi fyrir, og hvað þarf að vera til staðar svo að samfélagið geti verið viðbúið en einnig aðlagast breyttum aðstæðum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar auknu samtali og áherslum um hvernig umhverfið og loftslagsbreytingar hafa áhrif á lýðheilsu. Eftir vinnustofuna var ljóst að það er aðkallandi þörf á auknum rannsóknum, vitundarvakningu um stöðu mála sem og upplýsingamiðlun til almennings. Hjúkrunarfræðingar eru þar, og verða, í lykilhlutverki.
Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum og lýðheilsu
Þann 23. mars síðastliðinn var haldin vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum og lýðheilsu á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins