Hjukrun.is-print-version

Laun

Hvernig á að lesa úr launaseðlinum?

Hjúkrunarfræðingar leita til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga m.a. til að fá aðstoð við að lesa úr launaseðli sínum.

Hér á eftir birtist dæmigerður launaseðill hjúkrunarfræðings í 100% vaktavinnu, frá Fjársýslu ríkisins með útskýringum. Launaseðilinn er raunverulegur en öll persónueinkenni hafa verið þurrkuð burt.

Hver liður er númeraður og hverju númeri fylgir útskýring með texta og útreikningi þar sem það á við. Útborgunardagur þessa launaseðils er 1. mars 2015 og viðkomandi starfsmaður starfar á tiltekinni deild á LSH. Í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra segir orðrétt um launaseðilinn í gr. 16.1.1:
„Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu.

Á launaseðli skulu tilgreind: föst laun starfsmanns það tímabil sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnustunda, frítökuréttur og sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar.“

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðleggur hjúkrunarfræðingum að geyma ætíð alla launaseðla og vinnuskýrslur. Launaseðill er m.a. sönnun þess að viðkomandi starfsmaður hafi verið í starfi hjá vinnuveitanda á þeim tíma sem um ræðir, að greitt hafi verið fyrir hann í lífeyrissjóð og félagsgjöld til stéttarfélags hafi verið greidd.

Orlofsuppbót 2022

 

Ríki    
53.000 kr.
Reykjavíkurborg 53.000 kr. 
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu 53.000 kr.
Samband íslenskra sveitafélaga
53.000 kr.

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma

Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða (13 vikna) samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.

Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum samningsins. 

Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé.

Dæmi um orlofsuppbót hjá hjúkrunarfræðingi í tímavinnu:

Hjúkrunarfræðingur í tímavinnu sem hefur unnið samtals 555 stundir á árinu. Til að fá fulla orlofsuppbót hefði hann þurft að vera búinn að skila 1.504 vinnustundum. Þar sem hann var búinn að skila 555 stundum fær hann hlutfall af orlofsuppbótinni eða 555/1.504 =36,9%.

 

Desemberuppbót 2022

 

Ríki      
98.000 kr.
Reykjavíkurborg
109.100 kr.
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu 98.000 kr.
Samband íslenskra sveitafélaga
124.750 kr.

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé.

Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili.

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

 

Dæmi um desemberuppbót hjá hjúkrunarfræðingi í tímavinnu:

Hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur samtals stundir á árinu: Til að fá fulla desemberuppbót hefði hann þurft að vera búinn að skila 1.504 vinnustundum. Þar sem hann var búinn að skila 555  stundum fær hann hlutfall af desemberuppbótinni 555/1.504 =36,9%.

Það þýðir að hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi ríkis, sjálfseignarstofnana eða Reykjalundar fær 36.162 kr., hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi við Reykjavíkurborg fær 40.258 kr. og hjúkrunarfræðingur starfandi skv. kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga fær 46.033 kr.

 

Niðurstöður kjarakönnunar 2022//

Meirihluti hjúkrunarfræðinga er óánægður með launakjör sín samkvæmt niðurstöðum kjarakönnunar sem gerð var í haust. Þrátt fyrir það eru flestir ánægðir í starfi.
Kjarakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var lögð fyrir í september síðastliðnum og liggja niðurstöðurnar nú fyrir. Markmið kjarakönnunarinnar var að kanna viðhorf og væntingar hjúkrunarfræðinga fyrir næstu kjarasamninga. Svarhlutfall í könnuninni var mjög gott, eða 64,2%. Þessar helstu niðurstöður könnunarinnar voru fyrst kynntar á kjararáðstefnu Fíh í byrjun október og birtar í Tímariti hjúkrunarfræðinga. 

Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður könnunar Fíh frá 2020 kemur í ljós að ánægja í starfi fer minnkandi og óánægja með launakjör fer vaxandi.

Alls sögðust 69% hjúkrunarfræðinga vera ánægð í starfi þegar á heildina er litið, 18,4% mjög ánægð í starfi og rúmur helmingur fremur ánægður. Aðeins 1,6% eru mjög óánægðir í starfi og 6,5% fremur óánægðir. Munurinn er lítill þegar litið er til bakgrunnsbreytna á borð við kyn og aldur.

Óánægja með launakjör

Meirihluti hjúkrunarfræðinga sem svaraði könnuninni, eða 58,8%, er óánægður með launakjör sín, samanborið við 14,2% sem eru ánægðir eða fremur ánægðir. Aðeins 2,4% eru mjög ánægðir með launakjörin.Fíh gerði könnun árið 2019 í aðdraganda kjarasamninga, niðurstöður þeirrar könnunar eru að miklu leyti sambærilegar og þessi. Í þeim niðurstöðum voru 10,6% hjúkrunarfræðinga ánægðir eða fremur ánægðir með launakjör sín og 55,9% óánægður.Svipað hlutfall svaraði því til að það skipti þá miklu máli eða litlu máli að hafa möguleika á yfirvinnu. Hins vegar vegur möguleiki á yfirvinnu mun þyngra í yngri aldurshópi, þar sem ríflega helmingur telur það skipta miklu máli samanborið við um 19% í aldurshópnum 60 ára og eldri. Spurt var hvaða atriði eigi helst að ákvarða endanlega launasetningu hjúkrunarfræðinga á stofnunum, en starfslýsing, menntun og miðlægur kjarasamningur vógu þar þyngst.

Langflestir, eða 96,9%, telja hækkun grunnlauna vera mikilvægt áhersluatriði við gerð næstu kjarasamninga, 88,9% telja það mikilvægasta atriðið, 44,4% nefndu hærri grunnlaun fyrir aukið starfshlutfall. Enginn marktækur munur er á aldri og öðrum bakgrunnsbreytum þegar kemur að þessu atriði. Þá telur 63% hjúkrunarfræðinga að grunnlaun almennra hjúkrunarfræðinga eigi að vera hærri en 800.000 kr. Þegar litið er til starfstengdra réttinda í komandi kjarasamningum nefndu 73,4% mönnunarviðmið í heilbrigðisþjónustu, þar á eftir kom bætt vinnuaðstaða og öryggi á vinnustað.

Margir íhugað að hætta í starfi

Meira en helmingur, eða 66,8% hjúkrunarfræðinga hefur íhugað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. En 33,2% hafa ekki íhugað það.Í könnun kjarasviðs fyrir tveimur árum var spurt hvort hjúkrunarfræðingar hefðu hugsað um að hætta undanfarið ár, þá kom í ljós að rúmur helmingur hefði oft eða stundum íhugað að hætta.

Þegar litið er til ástæðna segja 42% þeirra sem hafa af alvöru íhugað að hætta það vera vegna starfstengds álags, 33,7% sögðu það vegna launakjara, 11,1% sagði það vera vegna stjórnunarhátta á vinnustað og 5,9% vegna ógnunar við öryggi sitt og/eða skjólstæðinga sinna.

Ekki næg mönnun til að tryggja lágmarksöryggi

Helmingur hjúkrunarfræðinga hefur oft mætt til vinnu við aðstæður þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Aðeins 7,3% sögðust aldrei hafa mætt við slíkar aðstæður, 14,7% sögðu það gerast sjaldan. Munurinn var nokkur þegar dagvinna var borin saman við vaktavinnu, 31,3% í vaktavinnu sögðu það gerast mjög oft samanborið við 20,8% í dagvinnu.Fleiri sögðu styttingu vinnuvikunnar hafa gengið vel á sínum vinnustað en illa, 43% á móti 25%. Þá sögðu 32% styttinguna hafa gengið í meðallagi vel. Starfsfólk Reykjavíkurborgar var ánægðara en starfsmenn ríkisins, 53% samanborið við 41,6%. Munurinn er svipaður þegar litið er til dagvinnu og vaktavinnu, 54,2% hjúkrunarfræðinga í dagvinnu telur styttinguna hafa gengið vel samanborið við 31,6% í vaktavinnu.

Þegar beðið var um persónulegt mat á styttingu vinnuvikunnar sagði meirihluti, 55%, styttinguna hafa gengið vel fyrir sig sjálfa/n á móti 20% sem er óánægður. Töluvert fleiri hjúkrunarfræðingar í dagvinnu eru ánægðir með styttinguna fyrir sjálfan sig, eða 71,2% á móti 41,7% í vaktavinnu. Ánægjan er áberandi meiri hjá þeim sem eru í 100 prósent starfi, þar eru 61,3% ánægð. Ánægjan fer einnig vaxandi með auknum starfsaldri, 61,1% í elsta aldurshópnum samanborið við 46,4% í yngsta aldurshópnum.


Til baka

Launagreiðendur standa skil á eftirfarandi gjöldum:


Dregið af launþega:
Félagsgjöld
0,9% af heildarlaunum
Greitt af launagreiðanda:
Orlofssjóður
0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður
0,22% af heildarlaunum
Vísindasjóður
1,5% af dagvinnulaunum
Sjúkrasjóður
1% af heildarlaunum
Dregið af launþega:
Félagsgjöld
0,9% af heildarlaunum
Greitt af launagreiðanda:
Orlofssjóður
0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður
0,22% af dagvinnulaunum
Vísindasjóður
1,5% af dagvinnulaunum
Styrktarsjóður
0,75% af heildarlaunum
Dregið af launþega:
Félagsgjöld
0,9% af heildarlaunum
Greitt af launagreiðanda:
Orlofssjóður
0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður
0,22% af heildarlaunum
Vísindasjóður
1,5% af dagvinnulaunum
Styrktarsjóður
0,75% af heildarlaunum
Sérstakt iðgjald samkv. bókun 1 í kjarasamn.
0,1% af heildarlaunum
Dregið af launþega:
Félagsgjöld
0,9% af heildarlaunum
Greitt af launagreiðanda:
Orlofssjóður
0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður
0,22% af heildarlaunum
Vísindasjóður
1,5% af dagvinnulaunum
Styrktarsjóður
0,75% af heildarlaunum
Sérstakt iðgjald samkv. bókun 1 í kjarasamn.
0,1% af heildarlaunum
Sérstakt iðgjald samkv. bókun 10 í kjarasamn.
0,6% af heildarlaunum, leggst við Vísindasjóð
Félagsgjöld
0,9% af heildarlaunum
Orlofssjóður
0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður
0,22% af heildarlaunum
Sjúkrasjóður
1% af heildarlaunum

Skil úr launakerfi og bankaupplýsingar


Greiðslur skal inna af hendi til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:
Bankareikningur: 0301-26-7700
Kt. 570194-2409

Rafræn skil skilagreina (XML):  skilagrein.is
Netfang fyrir skilagreinar (SAL færsla): skbif@hjukrun.is

Til að hægt sé að senda rafrænt verður launþeginn að vera merktur með:

  • stéttarfélagsnúmeri (Fíh 611)
  • gildum færslutegundum

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti: 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Merkja skal skilagreinarnar númeri félagsins sem er 611.

 

Gildar færslutegundir

 

 Færslulykill
Nr. 
Atriði     
1
Kennitala launagreiðanda
2 Dagsetning útskriftar
3
Tegund færslu (F,O,E,S,T,V,M,C)
4
Númer stéttarfélags (SAL númer)
5
Kennitala launþega
6
Ár og mánuður sem greitt er fyrir
7
Iðgjald félagsgjald o.s.frv.
8
Mótframlag launagreiðanda (aðeins v.lífeyrissj)
9 Autt
10
Auðkenni (S fyrir summufærslu, annars autt)
11
Tímabil frá (ritháttur áááámmdd)
12
Tímabil til (ritháttur áááámmdd)
13  Starfshlutfall 

 

 

 Skýring svæða
1 og 5 Kennitölur án bandstriks
3 Tegund færslu getur verið:
F - Félagsgjald 1,35%
O - Orlofssjóður
E - Starfsmenntunarsjóður 0,22%
S - Sjúkrasjóður 1%
T - Styrktarsjóður 0,55%
V - Vísindasjóður 1,5%
V - Starfsþróunarsetur 0,6%
C - sérstakt iðgjald skv. bókun 1 í kjarasamn. ríkis 0,1%
7 og 8  
Ritháttur er krónur og aurar, upphæðin 1111 kr. er rituð: 000000111100

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála