Fara á efnissvæði

Fæðingar- og foreldraorlof

Samanlagt fæðingarorlof er tólf mánuðir. Móðir á rétt á sex mánuðum, faðir á sex mánuðum og sameiginlegur réttur er þrír mánuðir. Sex vikur eru framseljanlegar.

Réttindi til fæðingarorlofs

Til að eiga fullan rétt til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði þarf foreldri að hafa verið í 25% starfi í 6 mánuði. Réttindin skapast við:

  • Fæðingu barns
  • Ættleiðingu barns eða töku barns í varanlegt fóstur
  • Fósturlát eftir 18. vikna meðgöngu
  • Andvanafæðingu eftir 22ja vikna meðgöngu

Ítarlegri upplýsingar um réttindi til fæðingar- og foreldraorlofs eru á vef Fæðingarorlofssjóðs.

Spurt og svarað

Tengt efni