Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Heilbrigðisþing 2025: Endurhæfing - leiðir til betra lífs

Heilbrigðisþing verður haldið fimmtudaginn 20. nóvember kl. 9.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagsetning
20. nóvember 2025
Tími
09:00 - 16:00
Staðsetning
Hilton Reykjavík Nordica

Opnað hefur verið fyrir skráningu. Aðeins þeir sem ætla að mæta til þingsins á Reykjavík Hótel Nordica þurfa að skrá sig. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi en þá er ekki þörf á skráningu.

Fyrirlesarar

Árdís Björk Ármannsdóttir

Árdís er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Í erindi sínu mun hún fjalla um innleiðingu CARF-vottunar og áhrif á starfsemina. Þýðing þess að votta endurhæfingarþjónustu – ávinningurinn er stöðluð og gagnreynd þjónusta, ásamt tækifærum til samþættingar. Innleiðing og áhrif á starfsemi. Hvað þýðir vottun endurhæfingarþjónustu á Íslandi og hver er ávinningurinn af vottuninni?

Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir

Guðrún lauk sérnámi í lyf- og innkirtlalækningum frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg og doktorsprófi frá Gautaborgar háskóla um meðferð við offitu. Starfaði á sykursýkis- og offitumóttökunni á Sahlgrenska sjúkrahúsinu til 2023 og flutti þá heim til Íslands. Er yfirlæknir á efnaskipta- og offitusviði Reykjalundar og aðjúnkt við Læknadeild HÍ.

Endurhæfing einstaklinga með offitu er yfirskrift erindis Guðrúnar þar sem hún mun fjalla um áherslur og áskoranir í endurhæfingu einstaklinga með offitu. Hvað felur sú endurhæfing í sér og hvernig er staðan á Íslandi í dag? Lögð verður áhersla á mælingar, árangursmat og meðferðarmarkmið í endurhæfingu sem og langtíma eftirlit.

Héðinn Jónsson

Héðinn er forstöðumaður vöruþróunar hjá Helix. Hann mun í erindi sínu fjalla um tækifæri í fjarþjónustu og endurhæfingu. Aukin fjarþjónusta býður upp á meiri samvinnu milli ólíkra aðila. Horfum fram á áskoranir við innleiðingu en tæknin getur opnað á ný tækifæri til að styðja við einstaklinginn, bæði fyrir og eftir endurhæfingu, til að tryggja yfirfærslu yfir í daglegt líf. Áhersla á gagnamiðlun með þjónustuþegann í forgrunni (nánari upplýsingar væntanlegar).

Nenad Kostanjsek

Kostanjsek starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og er tengiliður (focal point) fyrir WHODAS og ICF flokkunarkerfið. Hann mun fjalla um tækifæri til samþættingar í endurhæfingu með aukinni notkun ICF flokkunarkerfisins við skráningu, mat og árangursmælingu í endurhæfingu (nánari upplýsingar væntanlegar).

Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir

Svanbjörg er sviðstjóri endurhæfingarsviðs hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hún mun fjalla um endurhæfingu og þær breytingar sem urðu með kerfisbreytingunni 1. september sl. Hvaða breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi endurhæfingar á undanförnum árum, t.a.m. með aukinni áherslu á notkun ICF flokkunarkerfisins?. Árangur af áherslu stjórnvalda á endurhæfingu til að sporna við þróun örorku. Áskoranir til framtíðar og hvernig er hægt að mæta þeim (nánari upplýsingar væntanlegar).

Valgý Arna Eiríksdóttir

Valgý Arna er iðjuþjálfi hjá Ljósinu. Erindið hennar verður um innleiðingu á WHODAS matstækinu inn í alla þjónustu Ljóssins.

Vignir Sigurðsson

Vignir er barnalæknir á HSU og stjórnandi verkefnisins Kraftmiklir krakkar sem er lífsstílsmóttaka fyrir börn. Erindi hans fjallar um inngrip heilbrigðiskerfisins í þróun offitu og hvort hægt sé að hafa áhrif. Tenging offitu, lífstílsmeðferðar og endurhæfingar með áherslu á lífstílsmarkmið frekar en þyngdarmarkmið. Umfjöllun um innihald meðferðar hjá Kraftmiklum krökkum, hvað tekur við og hvernig þjónustan er stiguð (nánari upplýsingar væntanlegar).

Ólafur Helgi Samúelsson

Ólafur Helgi er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum og framkvæmdastjóri lækninga á hjúkrunarheimilinu Eir. Hann mun segja frá öldrunarendurhæfingu og hvað í henni felst, fjalla um þverfaglega endurhæfingu fyrir stækkandi hóp aldraðra í samfélaginu. Einnig ræðir hann um hvar tækifærin liggja í þjónustunni og hvernig best megi byggja upp endurhæfingarþjónustu fyrir aldraða. Loks fjallar hann um samvinnu milli stofnana og hvernig skýr inntökuskilyrði tryggja rétt þjónustustig (nánari upplýsingar væntanlegar).