Fara á efnissvæði
Viðburður

Jólafundur Öldungadeildar

verður haldinn föstudaginn 28. nóvember 2025 í Sjálfstæðissalnum (NASA, áður Sigtún) á Iceland Parliament Hótel við Austurvöll. Gengið inn frá Austurvelli.

Dagsetning
28. nóvember 2025
Tími
Fordrykkkur hefst 18:15
Staðsetning
Sjálfstæðissalnum (NASA, áður Sigtún) á Iceland Parliament Hótel við Austurvöll

Dagskrá

Kl. 18:15 Rauði salur opnar fyrir drykki. Fordrykkur, eitt glas er innifalið

Kl. 19:00 Opnað er inn í Sjálfstæðissalinn

Jólafundur settur Ásta Möller

Veislustjóri er Sigríður Ólafsdóttir

19:20 Borðhald hefst

Fjölbreyttir réttir á jólahlaðborði

Bookstore Band spilar undir borðhaldi.

Það líður að jólum. Hildur Helgadóttir segir sögu.

22:00 Dansleikur – Bookstore Band

Verð kr. 16.500,- Matur og eitt glas af fordrykk er innifalið.

Greiðsla á reikning Öldungadeildarinnar er ígildi skráningar.

Skráningu lýkur 20. nóvember, en fyrr ef uppselt er.

Kennitala 691093 2639

Bankanúmer 0526 14 120000

Borðapantanir merktar Ö-borð berist til Steinunnar Ingvarsdóttur á netfang [email protected]. Lágmarksborðapöntun er fyrir átta manns. Til að létta okkur skipulagningu biðjum við þann sem pantar borð fyrir hóp að gefa upp nöfn allra í hópnum.

Beiðnir um skráningu á biðlista og óskir um endurgreiðslur vegna forfalla berist Steinunni Ingvarsdóttur á netfang [email protected]

Sérkjör á gistingu

Fyrir þá sem vilja þá býður hótelið upp á sérkjör á gistingum á hótelinu vegna jólafundarins

Leiðbeiningar:

1. Farið inn á www.hilton.com og leitið eftir Iceland Parliament Hotel

2. Setjið inn dagsetningar og fjölda gesta

3. Undir ,,special rates“ finnið þið kassa merktan ,,promotion code“

4. Setjið inn afsláttarkóðann GJOLA og afslátturinn reiknast af verðinu

Þá birtist afsláttarverðið fyrir hverja herbergistýpu sem er bókanleg þessum degi. Herbergi er valið og næstu skrefum fylgt til þess að ganga frá bókun.

Hver og einn þarf að setja inn kortanúmer til tryggingar og er þannig ábyrg/ur fyrir sinni bókun og afbókunarskilmálum.

Staðfesting á bókun berst síðan í tölvupósti sem gefin var upp í bókunarferli. Ef gera þarf í breytingu á bókun er hægt að gera það með því að smella á hlekk sem fylgir í staðfestingarpósti.