- Dagsetning
- 25. febrúar 2026
- Tími
- 09:00 - 15:00
- Staðsetning
- INA auditorium, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, 4th floor.
- Verð
- 10.000 kr.
The course covers key concepts of effective leadership and aspects of the work environment that support job satisfaction, well-being, and performance. It explores leadership approaches and practices that foster trust, good communication, psychological safety, autonomy, and responsibility, and how these factors promote job satisfaction, inclusion, and professional effectiveness.
Upon completion of the course, participants are expected to have knowledge and understanding of the main concepts and emphases of effective leadership in nursing, and to gain insight into practical ways of supporting the job satisfaction, psychological safety, inclusion, and performance of nurses in their work.
The course is taught in English and is open to all nurses. Teaching methods include lectures, dialogue and reflection on the material. Recordings of lectures and course readings are available on the course website, and participants are expected to familiarise themselves with the material before classes begin. Class sessions focus on discussion and reflection on the content in relation to nurses’ work settings.
The course instructor is Dr. Sigrún Gunnarsdóttir.
To register, please press Skráning á viðburð, this will take you to My Pages where you will find the event under Viðburðir. Lunch is included in the price.
Forysta í hjúkrun: Námskeið fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga
Námskeiðið er ætlað erlendum hjúkrunarfræðingum sem vilja efla þekkingu sína og hæfni í stjórnun og forystu í hjúkrun. Áhersla er lögð á áhrifaríka leiðtogafærni sem byggir meðal annars á valdeflandi, inngildandi og þjónandi forystu. Markmið námskeiðsins er að valdefla erlenda hjúkrunarfræðinga sem starfa á Íslandi.
Fjallað er um lykilhugtök áhrifaríkrar forystu og þætti í vinnuumhverfinu sem styðja við starfsánægju vellíðan og árangur. Rýnt er í aðferðir og áherslur leiðtoga sem efla traust, góð samskipti, sálrænt öryggi, sjálfræði og ábyrgð og hvernig þessir þættir styðja við starfsánægju, inngildingu og árangur í starfi. Að loknu námskeiðinu er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu og skilning á helstu hugtökum og áherslum áhrifaríkrar forystu í hjúkrun og fái innsýn í hagnýtar leiðir til að styðja við starfsánægju, sálrænt öryggi, inngildingu og árangur hjúkrunarfræðinga í starfi.
Námskeiðið fer fram á ensku og er opið öllum hjúkrunarfræðingum. Kennslan byggir á fyrirlestrum, samtali og rýni í efnið. Upptökur fyrirlestra og lesefni er aðgengilegt á vef námskeiðsins með fyrirvara og gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér efnið áður en kennsla hefst. Í kennslustundum fer fram samtal og rýni í efnið miðað við aðstæður í starfi hjúkrunarfræðinga.





