Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Rafrænt málþing um eflingu sjúklingaöryggis

Mánudaginn 16. desember klukkan 13:00-14:30 verður haldið norrænt málþing um eflingu sjúklingaöryggis. Málþingið verður rafrænt og fer fram á ensku.

Á málþinginu verður kynntur norrænn viðmiðunarrammi sem þróaður var með það fyrir augum að bæta þekkingu og hæfni á sviði sjúklingaöryggis innan heilbrigðiskerfisins. Viðmiðunarramminn er sameiginlegt verkefni systurstofnana embættis landlæknis á Norðurlöndunum og hefur verið birtur í skýrslu á vef Norrænu ráðherranefndarinnar.

Á málþinginu verða einnig skoðaðar vísindalega studdar aðgerðir sem geta styrkt starfsfólk og nemendur og stuðlað að bættri öryggismenningu.

Nordic Webinar for Healthcare Providers and Educators