Fara á efnissvæði

Vorfundur Öldungadeildar Fíh

Vorfundur Öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2025 kl. 13:30 - 15:30 á Hótel Natura, Loftleiðum, salur 4 og 5. Fjallað verður um nýjungar í öldrunarþjónustu á Íslandi.

Dagsetning
30. apríl 2025
Tími
13:30 - 15:30
Staðsetning
Hótel Natura, salur 4 og 5

Til að auðvelda skráningu biðjum við félagsmenn sem ætla að mæta á fundinn að greiða skráningargjald kr. 1200 með því að leggja inn á Öldungadeildina.

Bankanúmer: 0526 14 120000

Kennitala: 691093 2639

Efni fundarins er: NÝJUNGAR Í ÖLDRUNARÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI

Kaffiveitingar eru bornar fram frá 13:30-14:00

Dagskrá

Kl. 14:00 – 14:40

Gott að eldast. Kynning á aðgerðaráætlun um samþætta þjónustu við eldra fólk.

Berglind Magnúsdóttir verkefnastjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Umræður

Kl 14:40 – 15:05

Sóltún heima. Kynning á þjónustunni, hugmyndir og framtíðaráætlanir

Fjóla Bjarnadóttir, forstöðumaður Sóltúni, Sólvangi.

Umræður.

15:05 –15:30

Selma – sérhæft teymi innan heimahjúkrunar í Reykjavík.

Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Umræður.

Fundarstjóri: Aðalbjörg Finnbogadóttir, varaformaður ­Öfíh

Hlökkum til að sjá ykkur!