Fara á efnissvæði
Frétt

Fordæming á árás á fæðingarsjúkrahús í Súdan

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ítrekar fordæmingu sína á árásum á heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir og almenna borgara.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir fordæmingu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á árásina á fæðingarsjúkrahús í El Fasher í Súdan 28. október síðastliðinn þar sem hátt í 500 sjúklingar og aðstandendur létu lífið ásamt því að heilbrigðisstarfsfólki var rænt.

Um er að ræða eitt af fáum starfandi sjúkrahúsum í Norður-Darfur héraði í Súdan.

Í frétt ICN er minnt á ályktun hjúkrunarfélaga á Norðurlöndunum frá því í sumar þar sem allar árásir á hjúkrunarfræðinga, annað heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga eru fordæmdar harðlega, og skora á stjórnvöld og aðra aðila í vopnuðum átökum að virða skyldur sínar samkvæmt alþjóðalögum um vernd heilbrigðisstofnana, heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennra borgara í átökum.

Í gegnum #NursesforPeace safnar ICN fé fyrir hjúkrunarfræðinga á átaka- og hamfarasvæðum um allan heim, beitir sér fyrir vernd þeirra og vekur athygli á hættum sem steðja að heilbrigðiskerfum.