Fara á efnissvæði
Frétt

Greitt úr A-hluta vísindasjóðs fyrir lok febrúar

Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fara inn á Mínar síður og tryggja að allar upplýsingar séu réttar svo hægt verði að greiða þeim úr sjóðnum.

Greitt verður úr A-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir lok febrúarmánaðar. A-hluta vísindasjóðs er ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga. Ekki þarf að sækja um úthlutun úr sjóðnum heldur er styrkurinn veittur þeim sjóðfélögum sem vinnuveitandi hefur greitt inn í sjóðinn.

Forsendur fyrir greiðslu úr sjóðnum eru réttar persónu- og bankaupplýsingar. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fara inn á Mínar síður, smella á Persónuupplýsingar og tryggja að allar upplýsingar séu réttar svo hægt verði að greiða þeim úr sjóðnum.