ICN lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu almennra borgara og særðra á svæðinu. Allt ofbeldi og hefndarverkaárásir eru fordæmdar. Nauðsynlegt er að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu og vernda heilbrigðisstarfsfólk. Fíh hefur áður fordæmt sprengjuárás á sjúkrahús á Gaza og hvatt íslensk stjórnvöld til að beita sér fyrir friði. Fíh tekur undir nýjustu yfirlýsingu stjórnar ICN.
Í yfirlýsingu stjórnar ICN segir:
- Við biðlum til stríðandi fylkinga að leita friðar, stöðva allt ofbeldi og tryggja frið.
- Við fordæmum, í orðsins fyllstu merkingu, ofbeldið sem stundað er í átökunum á Gaza og hörmum mannfallið sem er að eiga sér stað.
- Við biðlum til allra stríðandi fylkinga að virða alþjóðalög og verja og virða aðgang að heilbrigðisþjónustu, húsnæði heilbrigðisstofnana og tryggja öryggi almennra borgara og heilbrigðisstarfsfólks.
- Við hverjum alla aðila að finna leið, sem allra fyrst, til að veita öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu, aðgang að hjálpargögnum og tryggja að aðstoð berist.
- Við höfum miklar áhyggjur af almennum borgurum, sérstaklega konum og börnum, öldruðum og þeim sem þurfa á aðstoð að halda, sem hafa blandast inn í átökin og eiga á hættu að verða fyrir líkamlegum og andlegum skaða. Við vitum að ekki þarf einungis að veita heilbrigðisþjónustu vegna átakanna heldur öllum sem þurfa á því að halda, þar á meðal þeim sem glíma við langvinna sjúkdóma.
- Við þökkum öllu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur lagt sig í hættu til að sinna fólki á sama tíma og það sjálft þarf að glíma við sorg auk þess að sinna eigin fjölskyldu.
- Við höfum miklar áhyggjur af hjúkrunarfræðingum sem eru við störf á svæðinu. Við erum alþjóðleg rödd hjúkrunarfræðinga, við stöndum með öllum hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem verða fyrir áhrifum af átökunum.
ICN hvetur alla sem vilja styðja hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk á svæðinu til að nota myllumerkið #NursesForPeace og gefa í hjálparsjóð ICN.