Í dag kom út árleg skýrsla Aid Worker Security Report sem sýnir að 861 alvarleg atvik áttu sér stað á árinu 2024, þar af létust 383 hjálparstarfsmenn í 27 löndum, aldrei áður hefur slíkur fjöldi látist á einu ári. Árið í fyrra voru skráð á fjórða þúsund tilvik þar sem ofbeldi var beitt gegn hjálparstarfsfólki eða mannúðarstarf hindrað á annan hátt. Er það 15% aukning frá árinu áður og 63% aukning frá árinu 2022.
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) segir þessar sláandi tölur sýna fram á að tími yfirlýsinga er liðinn og tafarlausra aðgerða er krafist. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur heilshugar undir það.
„ICN fordæmir allar árásir á hjúkrunarfræðinga, annað heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga og heilbrigðisstofnanir í átökum og stríðum, það eru brot á grundvallarmannréttindum og brot á alþjóðlegum mannréttindalögum, slíkt veldur gríðarlegum og langvarandi skaða á heilbrigðisþjónustuna,“ segir José Luis Cobos Serrano, forseti ICN, í yfirlýsingu.
„Við stöndum með hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem halda áfram að veita heilbrigðisþjónustu í hættulegum og erfiðum aðstæðum. Enginn sem starfar við heilbrigðisþjónustu eða störfum í þágu mannúðar á að þurfa að óttast um líf sitt. Enginn sjúklingur á að vera í hættu á meðan hann sækir sér heilbrigðisþjónustu.
Slíkar árásir eru hreinasta viðurstyggð og við stöndum með Sameinuðu þjóðunum sem eru að fara aftur af stað með átakið #ActForHumanity sem þrýstir á stríðandi fylkingar að virða mannúðarsjónarmið, verja almenna borgara og hjálparstarfsmenn á átakasvæðum.“
ICN er hluti af Alþjóðlega starfsgreinasambandinu (World Professions Alliance) sem hefur kallað eftir eftirfarandi aðgerðum:
- Verja heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem sinna mannúðarstörfum í samræmi við alþjóðalög.
- Auka fjárveitingar til heilbrigðismála.
- Styrkja innviði heilbrigðisþjónustu til að geta betur tekist á við hamfarir eða átök.
Fyrri fréttir um sama málefni
Ályktun hjúkrunarfélaga Norðurlanda samþykkt á þingi ICN
Opna vef
Sleppa á öllu heilbrigðisstarfsfólki án tafar
Opna vef
Koma þarf í veg fyrir árásir á heilbrigðisstarfsfólk
Opna vef
Nauðsynlegt að koma á friði á Gaza
Opna vef
Fordæming á ofbeldi á Gaza
Opna vef
Fordæming á sprengjuárás á sjúkrahús á Gaza
Opna vef